Mótaskráin 2015

IMG_7124

Nú liggur fyrir mótaskráin fyrir árið en hún var kynnt og samþykkt á Aðalfundi ÍFS sem haldinn var fyrr í mánuðinum. Helsta breyting frá síðasta ári er sú að mánaðarmótin (þriðji fimmtudagur í mánuði) breytast flest yfir í Texas fyrirkomulag en það er gert til að gera mótin aðgengilegri fyrir fleiri. Einnig erum við búnir að semja við Frisbígolfbúðina um að halda mótaröð sem nefnist Þriðjudagsdeildin og verður spilað vikulega í þeirri mótaröð. Um leið verður tekið upp stigakerfi (ratings) sem er forgjafakerfi en það verður í fyrsta sinn sem við notum forgjöf hér á landi. Þeir sem vilja forgjöf þurfa að skrá sig hjá PDGA.

Hér er nýja mótaskráin.

Á þessum link geta áhugasamir skráð sig hjá PDGA en árgjaldið þar eru 20 dollarar.