Vetrarfolf

folfvetur

Nú í vetur hefur orðið mikil aukning á þeim sem spila frisbígolf og það þrátt fyrir erfitt tíðarfar, mikinn snjó og leiðinlegt veður. Ólíkt hefðbundnu golfi þá er frisbígolf mjög auðvelt við þessar aðstæður og auk góðs klæðnaðar þá þarf aðeins að skilja hvítu diskana eftir heima. Við hvetjum alla til að prófa sem ekki hafa kastað diskum í snjó.