Klakinn

IMG_5495

Folfarar sem hafa spilað í vetur hafa þurft að glíma við óvenjumikinn klaka á völlunum, sérstaklega á Klambratúni en sá klaki er búinn að vera vikum saman. Í samtali okkar við garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar má búast við einhverjum skemmdum á grasinu sérstaklega ef ekkert fer að hlána. Það alvarlegasta er að grasrótin skemmist því það kemur í veg fyrir að grasið nái sér á strik aftur. Við vonum bara það besta og mætum vel skóaðir í vor ef þetta fer á þennan veg.