Íslandsmótið í frisbígolfi 2016

gufunes2Dagana 2.-4. september nk. verður Íslandsmótið í frisbígolfi haldið í öllum flokkum. Mótið hefst á föstudaginn með Íslandsmótinu í Texas Scramble en það hefst kl. 17.30 á Klambratúnvelli. Keppt er í tveggja manna liðum og betra kastið hjá liðinu gildir.

Á laugardaginn hefst síðan keppni í A- og B- flokki á vellinum í Gufunesi. Mæting er kl. 9 en spilaðir verða 3 hringir auk úrslita.
Keppni í kvennaflokki verður á sunndaginn kl. 15 á vellinum í Fossvogi en spilaðir verða tveir hringir af hvítum teigum. Keppni í barnaflokki hefst kl. 15 í Fossvogi, spilaðir verða tveir hringir af rauðum teigum.

Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hér. islandsmot2016

Skráning er á netfangið folf@folf.is