Íslandsmeistarar 2016

meistararÞrír nýjir Íslandsmeistarar voru krýndir á Íslandsmótinu sem fram fór fyrstu helgina í september. Í opnum flokki sigraði Þorsteinn Óli Valdimarsson, í kvennaflokki sigraði Kolbrún Mist Pálsdóttir og í barnaflokki sigraði Andri Fannar Torfason. Svo skemmtilega vill til að allir þessir aðilar voru að vinna Íslandsmeistaratitil í fyrsta sinn. Við óskum þeim öllum til hamingju.