Gott folfsumar framundan

Nú er að skýrast betur hvort og hvar nýjir vellir koma upp í sumar. Fyrir liggur ákvörðun um 8 velli sem bætast við þá 7 sem fyrir eru. Einnig verða gerðar endurbætur á völlunum á Klambratúni og Gufunesi.

Nýju vellirnir eru:

Í Reykjavík; Fossvogur, Laugardalur og Breiðholt, Mosfellsbær, Hafnarfjörður, við Apavatn, á Flúðum og í Hrísey. Á Klambratúni og Gufunesi verða settir þrír teigar við hverja körfu auk þess sem öllum körfum í Gufunesi verður skipt út fyrir nýjar. Stefnt er að því að öllum framkvæmdum ljúki í júlí. Það verður því gaman fyrir alla folfara í sumar.