Fyrsta mánaðarmótið

Fimmtudaginn 17. apríl verður fyrsta mánaðarmót sumarsins haldið og er mæting kl. 13. Keppt verður eftir hönnun nýs vallar í Fossvogsdalnum en settar verða upp ferðakörfur þar sem völlurinn verður ekki settur formlega upp fyrr en í sumar. Þægilegasta leiðin er að koma niður Árland og beygja þar til hægri á bílastæði sem þar eru.