Fyrsta stórmót sumarsins

Um helgina fer fram Vormót Frisbígolfbúðarinnar og Smartfix en mótið er fyrsta Gullmót Íslandsbikarsins sem er mótaröð sem samanstendur af fimm Gullmótum sem standa yfir í allt sumar. Hvert mót er sjálfstætt en í lokin eru veitt heildarverðlaun fyrir bestu þrjú mótin af þessum fimm.

Yfir 90 keppendur taka þátt um helgina og eru spilaðar þrjár umferðir á Grafarholtsvelli en keppt er í 7 getuflokkum. Allir eru auðvitað velkomnir að fylgjast með en best er að stoppa fyrst við í húsinu okkar að Þorláksgeisla 51 til að fá allar upplýsingar um mótið.

Hægt er að fylgjast með mótinu hér: https://www.pdga.com/apps/tournament/live/event?eventId=67200&view=Scores&division=MA1&round=1