Fyrsta mánaðarmótið á fimmtudaginn

Nú er allt að fara í gang á folfvöllum landsins enda veðrið að batna með hverri vikunni. Næsta fimmtudag verður fyrsta “mánaðarmótið” í sumar en það verður haldið þriðja fimmtudag í hverjum mánuði fram á haust. Mótið fer fram á vellinum á Klambratúni og hefst kl. 19. Keppt verður í opnum flokki, kvennaflokki, byrjendaflokki og barnaflokki. Keppnisgjald er 1.000 kr. fyrir félaga ÍFS (2.000 fyrir aðra). Við hverjum alla til að mæta og hafa gaman að.