Folfmót í sumar

Frisbígolfsambandið er búið að kynna mótaskrá sumarsins en upplýsingar má finna undir flokknum “keppnir”. Við endurvekjum hin vinsælu mánaðarmót en þau eru haldin þriðja fimmtudag í hverjum mánuði frá maí fram í september. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessum mótum enda skemmtilegt að reyna hæfni sína á móti öðrum spilurum. Á hverju móti er keppt í nokkrum flokkum ef næg þátttaka fæst.