Vetrarfolf

Einn af kostum frisbígolfs er sá að hægt er að spila það allt árið, óháð veðri. Góður fatnaður og litsterkir diskar virka vel í snjónum og ekki er verra ef félagsskapurinn er skemmtilegur. Fátt er meira hressandi en góður göngutúr á frisbígolfvelli og veðuraðstæður koma jafnt niður á öllum spilurum.
Við hvetjum alla til þess að prófa vetrarfolf þessa mánuði sem framundan eru og halda sér þannig í góðu spilaformi allan veturinn, það er forskot sem getur skipt máli næsta vor.