Heimsmet í fjölda valla

Það er gaman að bera saman uppgang frisbígolfsins á Íslandi miðað við önnur lönd en Bandaríkin og Finnland hafa verið mest í umræðunni þegar kemur að fjölgun valla og grósku í sportinu. Þegar bornar eru saman tölurnar kemur hinsvegar í ljós að hvergi í heiminum eru jafnmargir vellir og á Íslandi miðað við hina frægu höfðatölu.

Ísland – 1 völlur á hverja 7.333 íbúa

Finnland – 1 völlur á hverja 9.565 íbúa

Bandaríkin – 1 völlur á hverja 60.684 íbúa

Einnig er áhugavert að bera saman þann gríðarlega vöxt í sportinu á heimsvísu og sérstaklega síðustu 5-7 árin. Árið 2000 voru 1.017 frisbígolfvellir á heimsvísu en árið 2017 eru þeir orðnir 6.976, með sama áframhaldi verða orðnir 20-30 þúsund vellir eftir nokkur ár.