Úlli ljóti 2023

Um helgina verður haldið hið árlega folfmót “Úlli ljóti” en mótið er það elsta á landinu og hefur verið haldið á hverju ári frá árinu 2002 á vellinum á Úlfljótsvatni. Mótið er fjáröflunarmót fyrir völlinn en nýlaga voru keyptar körfur og völlurinn stækkaður í 18 brautir. Smíði á teigum er byrjuð og eru komnir tveir á braut 1 og 4. Næsta vor er síðan áformað að fjölga teigum og gera þennan skemmtilega völl enn betri.