Spilað í skammdeginu

Það eru ekki allir sem vita að hægt er að spila frisbígolf í myrkri. Sérstök ljós eru þá sett neðan á diskana þannig að auðvelt er að finna þá en þessi ljós eru mjög létt og hafa lítil áhrif á svif disksins. Oft nægir að setja ljósin á dræverinn þar sem pútterinn týnist varla. Margir vellir eru með ágætri lýsingu þannig að auðvelt er að sjá körfurnar og hvetjum við alla til að prófa. Ljósin er hægt að fá bæði hjá FUZZ og Frisbígolfbúðinni.
Þess má geta að öll þriðjudagskvöld eru sérstök ljósamót haldin á höfuðborgarsvæðinu en þá eru batteríisljós sett á körfurnar til að sjá þær betur.