Reykjavík verður betri

folfvellir2014

Í nýafstöðnum kosningum á vef Reykjavíkurborgar, Betri hverfi, var samþykkt að setja upp á þessu ári þrjá nýja frisbígolfvelli í Reykjavík auk þess að gera endurbætur á vellinum okkar í Gufunesi. Nýju vellirnir verða allir 9 körfu og munu koma í Breiðholti (við Fella- og hólakirkju), í Fossvogsdal og í Laugardal (fyrir ofan gömlu þvottalaugarnar). Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær vellirnir verða settir upp annað en það verður klárað á þessu ári. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir okkur folfara og stefnir í skemmtilegt folfsumar.