Öflugur Blær

Íslandsmeistarinn Blær Örn Ásgeirsson er núna á keppnisferðalagi um Bandaríkin þar sem hann tekur þátt í sterkum mótum hverja helgi. Núna er hann að keppa á The Open at Belton og eftir fyrsta keppnisdag er Blær í öðru sæti en hann spilaði frábæran hring í gær og vakti verðskuldaða athygli með flottri spilamennsku.
Á mótinu keppa margir af bestu spilurum heims og því er þetta bæði góð reynsla fyrir hann heldur einnig ágætis mælikvarði á hans getu. Við óskum honum auðvitað góðs gengis og við vitum að hann á enn töluvert inni.