Öflugt frisbígolfsumar hjá FGA!

Nú þegar snjórinn er loksins farinn að minnka á Norðurlandi er frisbígolffélagið þar að fara af stað með metnaðarfullt starf þar sem finna má ýmislegt fyrir alla.

Akureyrarbikarinn
Akureyrarbikarinn verður haldinn eftirtalda sunnudaga í sumar en spilað verður á öllum 7 völlum sem eru í boði á Akureyri og nágrenni. Mótin eru:

23. apríl – Hrafnagil
7. maí – Svalbarðseyri
28. maí – Hamarkotstún
11. júní – Háskólavöllur
2. júlí – Verkmenntaskólinn
6. ágúst – Hrísey
3. september – Hamrar

Sunnudagsdeildin
Sú nýjung verður í sumar að boðið verður upp á sunnudagsdeild alla þá sunnudaga sem ekkert annað mót er á dagsskrá. Sunnudagsdeildin er ætluð fyrir alla frisbígolfara Akureyrar og nágrennis og er góð leið fyrir alla sem vilja prófa keppnisfolf. Frítt verður á mótin.

Spilað verður á fjórum völlum til skiptis en þetta eru vellirnir á Hrafnagili, Svalbarðseyri, Verkmenntaskólanum og Háskólavellinum.

Þriðjudagsdeildin
Þriðjudagsdeild verður haldin í sumar og byrjar um leið og aðstæður leyfa.

Íslandsbikar ÍFS
Þjú mót verða í Íslandsbikarnum hér á Akureyri, tvö í Gullmótaröðinni og eitt í Silfurmótaröðinni.

Gullmót ÍFS – Akureyri Open 2.-4. júní
Gullmót ÍFS – Norðurlandsmótið 21.-23. júlí
Silfurmót ÍFS – Háskólavellinum á Akureyri 26.-27.ágúst

Upplýsingar um mótin verða á Facebook síðu FGA en einnig á vefsíðunni www.fga.is og hvetjum við alla til að fylgjast vel með og taka þátt.

Hægt er að skrá sig í Frisbígolffélag Akureyrar á þessari vefslóð: https://fga.is/skra-i-felagid/