Alvöru bisness

Gott dæmi um vöxt frisbígolfs í heiminum má sjá í fjölda þeirra fyrirtækja sem framleiða og selja folfdiska. Oft er talað um þessa fjóra stóru í þessu samhengi en það eru Innova, Discraft, Latitude 64 og Discmania en auk þeirra eru yfir 40 framleiðendur af diskum þó að líklegt sé að þeir gætu verið töluvert fleiri. Sumir af stærri aðilunum framleiða fyrir önnur merki og sem dæmi hefur Innova framleitt diska fyrir Dismania, Millennium, Infinite og Hyzer Bombs.

Mörg ný merki hafa sprottið fram undanfarið og hafa strax náð ágætum árangri og eru sum þeirra strax fáanleg hér á landi. Aukinn hagnaður þessara fyrirtækja hefur einnig skilað sér í hærri samningum við bestu spilarana en metupphæðir hafa verið greiddar undanfarin ár og er 10 milljón dollara samningur Discraft við Paul McBeth dæmi um það sem og stórir samningar við Ricky Wisocky og Paige Pierce. Frisbígolfið er því orðinn öflugur atvinnuvegur -alvöru bisness.