Nýtt ár – nýir tímar

Nú er 2020 loksins liðið og við lítum björtum augum til komandi mánuða með hækkandi sól. Þó að margir hafi beðið spenntir eftir þessum tímamótum og viljað kveðja árið sem fyrst þá var nýliðið ár eitt það besta í sögu sportsins hér á landi. Aldrei hafa fleiri spilað frisbígolf og var fjölgunin gríðarleg enda auðvelt að stunda sportið og uppfylla þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru.

Framundan eru spennandi tímar og vonandi getum við farið að lifa eðlilegra lífi hér innanlands sem fyrst.