Mótahald hefst að nýju

Nú er góðir tímar framundan í kjölfarið á því að sóttvarnareglur voru rýmkaðar á þann veg að mótahald getur hafist að nýju. FGR heldur sín fyrstu mót þessa dagana og má segja að áhuginn sé griðarlegur en nánast fullt er á fyrsta Kuldakastið sem er vikulegt sunnudagsmót. Þetta er góð vísbending fyrir sumarið þar sem við reiknum með met þátttöku.

Við hvetjum auðvitað alla til þess að framfylgja sóttvarnarreglum því þannig getum við haldið mótahaldinu áfram.