Námskeið – Deep in the game

Screen Shot 2014-07-09 at 10.27.00Nú liggur fyrir dagskráin á heimsókn þessara tveggja snillinga til landsins. Við hvetjum auðvitað alla áhugasama að nýta þetta einstaka tækifæri og læra handtökin af þeim bestu í heimi. Þeir kenna bæði pútttækni og löng köst. Þeir eru báðir þekktir fyrir að vera frábærir púttarar auk þess að vera með þeim lengstu í langskotum.

Við ætlum að fá þá til þess að spila tvo sýningarhringi í Gufunesi þar sem þeir sýna okkur hvernig þeir gera þetta, útskýra köstin og val á diskum. Það eru allir velkomnir að mæta á það og kostar ekkert.

Félagarnir Avery og Simon halda þrjú námskeið og verð á hverju námskeiði er aðeins 3.500 kr fyrir félagsmenn ÍFS, 5.000 kr. fyrir aðra.

22. júlí (þriðjudagur) – kl. 20.30 Hittingur á Klambratúni
23. júlí (miðvikudagur) – kl. 16-18 Námskeið (pútt)
23. júlí (miðvikudagur) – kl. 20-22 Námskeið (drive)
24. júlí (fimmtudagur) – kl. 19-21 Námskeið (drive)
25. júlí (föstudagur) – kl. 19.00 Sýningarhringur í Gufunesi

Við hvetjum alla til þess að nýta þetta einstaka tækifæri.

Þú getur skráð þig hér.