Kvennamótaröðin 2022

Í sumar býður ÍFS upp á sérstaka kvennamótaröð en hún er ætluð öllum konum óháð getu og reynslu. Mótin verða alls 6 og boðið verður upp á þrjá getuflokka á þessum mótum.

Almennur flokkur 1 (FA1) – ætlaður fyrir þær sem eru mjög vanar að keppa.
Almennur flokkur 2 (FA2) – ætlaður fyrir þær sem eru í góðri æfingu og klárar í keppni.
Almennur flokkur 3 (FA3) – ætlaður fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.

Mótsstjórar verða þær Berglind Ásgeirsdóttir, María Eldey Kristínardóttir og Svandís Halldórsdóttir. Mótsgjald er 2.000 krónur fyrir hvert mót eða 8.000 krónur fyrir alla mótaröðina (6 mót). Mæting er á fyrsta teig á hverju móti.

Mótin í Kvennamótaröðinni eru:
24. apríl – kl. 18 (mæting 17:30) á vellinum í Guðmundarlundi Kópavogi.
13. maí – kl. 19:00 (mæting 18:30) á vellinum við Vífilsstaði í Garðabæ.
1. júní – kl. 19:00 (mæting 18:30) á Háskólavellinum Akureyri.
11. júlí – kl. 19:00 (mæting 18:30) á vellinum í Laugardal Reykjavík.
14. ágúst – kl. 12:00 (mæting 11:30) á Rómantíska vellinum í Reykjanesbæ.
17. september – kl. 14:00 (mæting 13:30) á Grafarholtsvelli í Reykjavík
(Kjólaþema á lokamótinu og lokahóf verður strax eftir mót).