Íslandsmót barna í folfi 2022

Íslenska frisbígolfsambandið í samvinnu við Frisbígolffélag Reykjavíkur standa í fyrsta sinn fyrir sérstöku Íslandsmóti barna í frisbígolfi en mótið fer fram laugardaginn 2. júlí á Grafarholtsvelli (Þorláksgeisla 51) og keppt verður í 5 aldursflokkum. Stefnt er að því að hafa mótið skemmtilegt fyrir keppendur og ánægjulega upplifun fyrir krakkana og hvetjum við öll börn, 15 ára og yngri til að taka þátt. Farið verður yfir helstu reglur og því ekki krafist að krakkar hafi keppnisreynslu.

Elstu tveir flokkarnir spila á stóra vellinum en hinir flokkarnir spila Græningjann. Engin vallarmörk og kvaðir verða í gildi á mótinu. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki en einnig eru dregnir aukavinningar úr skorkortum. Allir sem taka þátt fá minidisk.

Púttkeppni verður í gangi allan daginn og pylsur, drykkir og Candyflos fyrir keppendur.

Boðið er upp á eftirfarandi aldursflokka:

15, 12, 10, 8, 6 ára og yngri (Miðað er við fæðingarár)

Dagskrá Íslandsmótsins 2. júlí

Kl. 10.00 15 ára og yngri (fædd 2007) – Stóri völlurinn, bláir teigar, einn hringur

Kl. 10.00 12 ára og yngri (fædd 2010) – Stóri völlurinn, valdir teigar, einn hringur

Kl. 13.00 10 ára og yngri (fædd 2012) – Græningi, 3 hringir

Kl. 14.00   8 ára og yngri (fædd 2014) – Græningi, 2 hringir

Kl. 15.00   6 ára og yngri (fædd 2016) – Græningi, 1 hringur

Keppnisgjald er ekkert, skráning er á folf@folf.is og á staðnum.