Hverjir eru bestir síðustu 10 ár?

dave-and-valPDGA (Professional Disc Golf Association) gefur reglulega út lista yfir stöðu skráðra félaga sem sýnir getu þeirra á viðurkenndum mótum. Þetta kallast “rating” og því hærri sem hún er því betri eru spilararnir. Sem dæmi þá er efsti maður á heimslistanum í dag Richard Wysocki með rating 1048 en efsta konan er Catrina Allen með rating 966. Til samanburðar er efsti íslendingurinn Ástvaldur Einar Jónsson með 964 í rating.

Nú á dögunum tóku þeir saman hvaða karl og kona eru bestu spilarar síðustu 10 ára samkvæmt “ratings” og kom þá í ljós að David Feldberg og Valerie Jenkins eru á toppnum á þeim lista.