Heimsmeistari kennir frisbígolf

Nú í júní erum við svo heppin að heimsmeistari kvenna, bandaríkjamaðurinn Paige Pierce, kemur hingað til landsins og heldur námskeið fyrir þá sem vilja læra betur rétt handtök í frisbígolfi. Paige er ríkjandi heimsmeistari og hefur unnið titilinn alls fjórum sinnum þrátt fyrir ungan aldur auk þess að vera stigahæsta konan í sögu sportsins.
Boðið verður upp á ólík námskeið, bæði fyrir byrjendur en einnig lengra komna auk þess að haldið verður sérstakt kvennanámskeið en það er sérstaklega miðað við þær sem styttra eru komnar.
Við hvetjum alla folfara til þess að nýta sér þetta frábæra tækifæri en námskeiðin fara fram 20., 21. og 23. júni og verða bæði í Reykjavík og á Akureyri. Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.fuzz.is