Haustið er skemmtilegt

Nú er sá tími ársins þegar sumarið hefur kvatt og haustið er skollið á með öllum sínum föllnu laufum. Frisbígolfvellirnir er í fínu standi núna, sérstaklega þar sem heilsársteigar hafa verið settir upp en kostur þeirra er augljós þegar jarðvegur er viðkvæmur og fólk losnar við að vaða drulluna sem myndast eðlilega. Við hvetjum alla til að drífa sig út og spila áður en frost og snjór þekur hér allt.