Folf í þinni heimabyggð

Nú er sá tími ársins þegar sveitarfélög eru að vinna í fjárhagsáætlun næsta árs og taka þannig ákvarðanir um framkvæmdir næsta sumar. Það er því mikilvægt að lögð sé inn tillaga um að settur verði upp frisbígolfvöllur og miðað við uppbyggingu sportsins síðustu ár þá er ekki spurning að það er örugglega mikill áhugi fyrir því hjá íbúum.

Frisbígolf er eitt besta lýðheilsuverkefni sem hægt er að fara í um þessar mundir enda hentar þetta fjölbreyttum hópi fólks, ungum og öldnum, konum sem körlum sem öll geta stundað þessa frábæru íþrótt og varla hægt að finna betri útivist þar sem auðvelt er að halda öruggum smitvörnum í því ástandi sem núna er. Hafið samband við ykkar sveitarfélag í dag og sendið í framhaldi inn beiðni um frisbígolfvöll. Þið getið líka fengið aðstoð hjá okkur með að senda okkur erindi á folf@folf.is