Fyrsta mánaðarmótið

_MG_0054Nú virðist veturinn vera að kveðja enda aðeins vika í sumardaginn fyrsta. Margir eru mættir út á vellina til viðbótar við þá sem spiluðu í allan vetur. Vorboðinn okkar eru yfirleitt mánðarmótin en það fyrsta í sumar verður haldið í dag (16. apríl) en þau eru haldin þriðja fimmtudag í hverjum mánuði yfir sumarmánuðina. Mótið verður haldið á vellinum í Mosfellsbæ og hefst kl. 18 en mótsstjóri er Jón Símon Gíslason. Keppt verður án forgjafar og í öllu flokkum sem eru A-, B-, C-, kvenna- og barnaflokkur. Mótsgjald er 2.000 krónur (1.000 krónur fyrir félaga ÍFS).