Frisbígolfið vinsælt

Það má með sanni segja að nýji völlurinn á Klambratúni hafi slegið í gegn og það er gaman að sjá hversu margir hafa kynnst Frisbígolfinu nú í sumar. Fjölmargir notuðu tækifærið í góða veðrinu um nýliðna helgi og spiluðu á Klambratúnsvellinum. Haustið er líka frábær tími til að spila en við hvetjum sem flesta til þess að mæta áfram. Fyrir þá hörðustu þá er hægt að spila á skemmtilegan hátt í svartamyrkri með því að líma lítið ljós á diskana og setja ljós (t.d. glowstick) á körfurnar.