Frisbígolf nær nýjum hæðum

Paul McBeth er einn besti frisbígolfari heims með 1053 í PDGA stig

Þær fréttir voru að berast að einn besti frisbígolfari heims, bandaríkjamaðurinn Paul McBeth, hefur skrifað undir nýjan samning sem tryggir honum 10 milljónir bandaríkjadala á næstu 10 árum eða 1,2 milljarða íslenskra króna.

Þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið í íþróttinni til þessa en sýnir vel hversu vinsælt frisbígolfið er að verða um allan heim. Það vakti mikla athygli fyrir tveimur árum þegar Paul skipti úr Innova og gerði samning við Discraft upp á 1 milljón dollara. Ljóst er að sá samningur hefur skilað fyrirtækinu miklum verðmætum því þeir gera nú við hann nýjan 10 ára risasamning. Það getur greinilega borgað sig að vera góður í frisbígolfi og góður fulltrúi íþróttarinnar eins og Paul hefur sýnt undanfarin ár.