45 þúsund manns

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem spilar frisbígolf reglulega hversu margir eru farnir að spila og nánast daglega sjást spilarar á þeim 70 völlum sem komnir eru upp. Gallup var að birta niðurstöður könnunar sem gerð var nýlega og þar kom í ljós að 16% landsmanna 18 ára og eldri spiluðu frisbígolf á síðasta ári en það eru um 45.000 manns.

Tölurnar úr Reykjavík eru líka magnaðar en þar kom í ljós að 50% íbúa á aldrinum 18-24 ára spiluðu frisbígolf 2020 og 45% íbúa á aldrinum 25-34 ára sömuleiðis.

Þetta eru auðvitað ótrúlegar tölur og frisbígolfið virðist vera orðið eitt af vinsælustu afþreyingum landsmanna. Þetta verður skemmtilegt sumar.