Frábært Íslandsmót 2023

Um helgina var haldið Íslandsmótið í frisbígolfi og var keppt á völlunum í Gufunesi og Grafarholti. Alls tóku 72 þátt í mótinu og keppt er í 5 flokkum en keppendur vinna sér inn keppnisrétt á Íslandsmóti með góðum árangri í Gullmótaröð Íslandsbikars ÍFS á árinu.
Veðrið fyrsta daginn var heldur strembið með sterkri suðvestanátt og skúrum en keppendur létu það ekki á sig fá og kláruðu sig af á vellinum í Gufunesi. Seinni tvo dagana var keppt á Grafarholtsvelli en lék veðrið þá við keppendur.
Heildarúrslitin má sjá hér

Íslandsmeistarar urðu:

Opinn meistaraflokkur: Blær Örn Ásgeirsson
Meistaraflokkur kvenna: María Eldey Kristínardóttir
Stórmeistaraflokkur 40+: Kristján Dúi Sæmundsson
Stórmeistaraflokkur 50+: Birgir Ómarsson
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri: Ares Áki Guðbjartsson

Til hamingju Íslandsmeistarar 2023.