Folfsumarið 2016 byrjað

blaerEftir langan og snjóþungan vetur eru vellirnir óðum að taka við sér og folfarar streyma út til þess að spila. Þó sífellt fleiri spili allt árið þá er alltaf stærsti hópurinn sem spilar yfir sumarmánuðina enda skemmtilegasti tíminn fyrir frisbígolf. Gaman er að sjá þennan mikla fjölda sem hefur uppgvötað folfið og margir þeirra gríðarlega efnilegir. Við hvetjum sem flesta til að prófa að taka þátt í einhverjum af þeim 60 mótum sem við höldum á þessu ári. Hér er hægt að sjá mótaskrána.

Nú í sumar verður hægt að velja á milli 30 valla sem eru mjög fjölbreyttir og því auðvelt að finna völl við hæfi. Alltaf bætast ný sveitarfélög í hóp þeirra sem bjóða þessa frábæru íþrótt fyrir sína íbúa og hvetjum við áhugasama til þess að hafa samband við bæjarstjórn og senda þeim í framhaldi beiðni um völl með tillögu um staðsetningu. Hafið endilega samband á folf@folf.is ef þið viljið aðstoð frá okkur.

Gleðilegt frisbígolfsumar.