Folfið að komast í gírinn

IMG_9681

Eftir langan vetur og kalt vor er loksins farið að grænka og greinilega er vor í lofti. Vellirnir koma vel undan vetri þó eitthverja teigastaura þurfi að laga hér og þar. Margt stendur til í sumar en þó nokkrir nýjir vellir eru í farvatninu t.d. tveir nýjir á Akureyri, völlur á Húsavík, í Bolungarvík auk vallar í Seljahverfi í Reykjavík. 5-6 bæjarfélög til viðbótar eru líklega að samþykkja velli á næstu vikum þannig að mikið líf verður í þessum málum í sumar. Auk þess er hafin vinna við lagfæringar á Klambratúni og í Gufunesi.

Greinileg aukning er á nýjum spilurum og síðustu vikur hafa vellirnir í Reykjavík verið spilaðir daglega þrátt fyrir misjafnt veður. Það er auðvitað frábært og verður gaman að sjá þróunina á þessum málum, sérstaklega ef veðrir leikur við okkur.

Mótamálin eru komin á fullt og en hægt er að nálgast upplýsingar um þau hér á síðunni undir “keppnir“. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í mótum enda gert ráð fyrir reynslulitlum keppendum bæði með flokkaskiptingunni A, B og C en ekki síður forgjöfinni sem við erum nýbúnir að setja í gang.