Folf í Hrísey

hriseyfolfNú er völlurinn í Hrísey tilbúinn til spilunar og eins og sjá má á kortinu hér að ofan er þetta 9 brauta völlur með tveimur teigum á hverri braut. Við hvetjum auðvitað alla folfara til þess að koma við í Hrísey og spila þennan nýjasta völl okkar sem mun vera mjög skemmtilegur með lengstu braut upp á 94 metra. Byrjunarteigur er við gamla skólann.