Breytt Klambratún

Nú standa yfir langþráðar breytingar á folfvellinum á Klambratúni en völlurinn hefur verið um árabil einn af vinsælli völlum landsins.
Framkvæmdirnar miða að því að stækka völlinn í 14 brautir og hafa brautir verið færðar meira í útjaðar garðsins til þess að gæta að öryggi og stuðla að betra flæði við aðra notkun á svæðinu. Bætt hefur verið við 6 nýjum brautum.
Allar körfur eru komnar á rétta staði en bráðabirgðateigar eru á flestum brautum. Unnið verður að nýjum teigum og merkingum á næstu vikum og er það von okkar að breytingarnar falli í góðan jarðveg hjá spilurum.