Braut ársins 2019

Íslenska frisbígolfsambandið og Frisbígolfbúðin stóðu nú í byrjun ársins fyrir kosningu um Braut ársins 2019 og kölluðum við eftir tilnefningum frá spilurum en alls fengu 39 brautir atkvæði í þessu forvali. Margar skemmtilegar brautir eru hér á landi en við ákváðum að kjósa um þær sem fengu flestu tilnefningarnar.
Fyrsta brautin sem hlýtur þennan titil hefur verið valið en það er braut nr. 11 á frisbígolfvellinum á Hömrum, Akureyri.
Við hvetjum auðvitað alla sem hafa tækifæri til að spila þessa frábæru braut.