Auðvelt að kaupa diska

Margir eru að kynnast frisbígolfinu þessa dagana og langar að kaupa diska en þeir fást yfirleitt ekki í hefðbundnum íþróttaverslunum. Góðu fréttirnar eru þær að það hefur í raun aldrei verið auðveldara að kaupa diska því tveir aðilar selja frisbígolfvörur og eru með mikið úrval á góðu verði. Þessir aðilar eru:

Frisbígolfbúðin (www.frisbigolf.is) eru með verslun á Nýbýlavegi 8
Fuzz frisbígolfverslun (www.fuzz.is) eru með verslun í Ármúla 19
Opnunartíminn er auglýstur á vefsíðum þeirra en báðir þessir aðilar eru einnig með öfluga vefverslun þar sem hægt er að skoða úrvalið og versla diska og fá þá senda heim.