10 nýir vellir

islandskort2014

Nú liggur fyrir staðfest að það koma amk. 10 nýir vellir í sumar og í lok sumars verða þeir því orðnir 17 talsins. Hér er kort með staðsetningu valla til þess að menn geti skipulagt sumarfríin sín betur með fjölskyldunni í sumar!

Mismunandi er hvenær vellirnir verða spilahæfir og margt sem getur haft þar áhrif á. Okkar von er að þeir verði flestir tilbúnir um miðjan júlí.

Þetta eru nýju vellirnir: (dagsetningar eru ágiskanir)

Reykjavík – Fossvogur (seinnipart júlí)
Reykjavík – Laugardalur(seinnipart júlí)
Reykjavík – Breiðholt (seinnipart júlí)
Mosfellsbær – Ævintýragarðurinn (tibúinn)
Hafnarfjörður (snemma í júní)
Hrísey (snemma í júní)
Akureyri – Hamarkotstún (miðjan júlí)
Húsavík (miðjan júlí)
Flúðir (fyrri part júní)
Apavatn (júní)