Konur og frisbígolf

_MG_3837Greinilegt er að margir eru að uppgötva folfið þessar vikurnar og gaman að sjá öll þessi nýju andlit á völlunum en sérstaklega hefur það vakið athygli okkar hvað konum hefur fjölgað mikið. Nú um helgina fengum við Jenni Eskelinen til þess að halda sérstök kvennanámskeið og var þátttakan frábær en hátt í 50 konur mættu til leiks á námskeiðin tvö. Það er von okkar að konum haldi áfram að fjölga í þessari skemmtilegu íþrótt.