Íslandsmeistarar krýndir um helgina.

islandsmot

Um helgina fór fram Íslandsmeistararmótið í frisbígolfi en keppt var á þremur völlum, Gufunesi, Fossvogi og Laugardal. Á mótinu er keppt í 5 flokkum og krýndir Íslandsmeistarar í opnum flokki, kvennaflokki og barnaflokki. Hörkuspennandi keppni var í öllum flokkum en það endaði svo að Jón Símon Gíslason varð Íslandmeistari karla, Guðbjörg Ragnarsdóttir Íslandsmeistari kvenna og Blær Örn Ásgeirsson er Íslandsmeistari barna. Guðbjörg varði sinn titil frá því í fyrra en hún er margfaldur Íslandsmeistari en Jón Símon var að vinna titilinn í annað sinn en hann vann einnig 2013. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.