Íslandsbikarinn 2022

Búið er að skipuleggja Íslandsbikarsmótaröð ÍFS fyrir sumarið 2022 og verður hún með töluvert breyttu sniði frá því áður sem felst aðallega í því að nú verða mótaraðirnar tvær Gull- og Silfurbikarinn. Báðar mótaraðirnar byggjast upp á 5 sjálfstæðum mótum þar sem þrjú bestu mótin gilda. Íslandsmótið verður ekki hluti af Íslandsbikarnum eins og áður var. 
Mótin verða getuskipt og eru keppnisflokkar eftirfarandi:

Keppnisflokkar Gullmótaraðarinnar verða: MPO, FPO, MP40, MP50, MA1, FA1 og MJ18

Keppnisflokkar Silfurmótaraðarinnar verða: FA2, MA2, MA3, MA40, MJ15 og MJ12. 

Allar nánari upplýsingar um Íslandsbikarsmótaröðina má finna undir síðunni KEPPNIR