Gott ár fyrir frisbígolf

10900002_687865964667294_6024285084402383304_o

Um leið og við óskum öllum gleðilegrar hátíðar þá er ekki úr vegi að líta björtum augum á komandi ár sérstaklega með tilliti til ársins 2014 sem var það stærsta í þessari ungu íþrótt sem frisbígolfið er.

Árið 2014 fjölgaði folfvöllum úr 7 í 18 auk þess völlurinn í Gufunesi var stórlega bættur með nýjum körfum og fjölgun teiga. Á höfuðborgarsvæðinu bættust við 5 vellir og segja má að þeir hafi allir slegið í gegn með Laugardalinn og Fossvoginn efsta á lista.

Með þessari fjölgun valla varð um leið mikil aukning á fólki sem uppgvötaði folfið og heillaðist af þessari frábæru íþrótt. Í sumar og haust voru vinsælustu vellirnir troðfullur á góðviðrisdögum og mikið af nýjum andlitum sem sjást örugglega aftur næsta sumar.

Fyrir liggur að vellirnir á Húsavík og Bolungarvík verða settir upp í vor auk þess sem nýr völlur í Glerárhverfi á Akureyri verður settur upp um leið og snjóa leysir. Mörg sveitarfélög til viðbótar eru áhugasöm og ljóst að enn fleiri vellir koma upp 2015 sem er auðvitað fagnaðarefni fyrir okkur.

Það er orðin hefð að byrja árið með “áramóti” sem haldið er fyrsta sunnudag ársins kl. 13 á vellinum í Gufunesi. Þetta árið er mótið 4. janúar og öllum opið, ekkert keppnisgjald.