Glittir í vorið

Nú styttist í að veturinn gefi eftir en vorið er greinilega handan við hornið. Þá rennur upp mikill uppáhaldstími allra frisbígolfspilara þegar dagurinn lengist og við losnum við snjó og hálku sem hefur verið að trufla okkur í vetur. Með auknum áhuga á frisbígolfi og betri völlum (uppbyggðir teigar með góðu yfirborði) má segja að vetrarspilamennska sé orðin mjög almenn en í vetur hefur stór hópur spilað reglulega og og mót hafa verið haldin 1-2 sinnum í viku.
Góðir teigar eru lykilatriði í því að geta spilað allt árið en þessir heilsársteigar eru frekar ódýr lausn til þess að nýta betur vellina, auka öryggi spilara og verja viðkvæman jarðveg á vorin og haustin. Við vonum að sem flest sveitarfélög útbúa góða teiga á sína folfvelli sem komnir eru.