Geggjaðar vinsældir

IMG_5998Aldrei hafa jafn margir spilað frisbígolf á Íslandi en þetta sumar. Greinilegt er að vinsældirnar aukast dag frá degi og nú er svo komið að vinsælustu vellirnir eru troðfullir af áhugasömum kösturum og sérstaklega gaman að sjá hvað stemningin er afslöppuð hjá spilurum þó biðin sé töluverð. Fjölgun valla og auðvelt aðgengi er greinilega að virka vel enda 30 vellir komnir um allt land. Mörg sveitarfélög eru með í undirbúningi að setja upp velli næsta sumar enda íbúar farnir að óska eftir velli í sinni heimabyggð.
Einnig er greinilegt að fólk á öllum aldri er farið að spila og gaman að sjá að stelpurnar eru farnar að uppgvöta þessa frábæru íþrótt.