Frisbígolfmót Akureyri

Um næstu helgi fer fram frisbígolfmót á Akureyri sem sérstaklega er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í frisbígolfkeppnum. Mótið er sjálfstætt en samt hluti af Silfurmótaröð Íslandsbikarsins sem fer frem nú í sumar. Þannig geta allir keppt á mótinu þó þeir hafi ekki tekið þátt í öðrum Silfurmótum í sumar. Einungis þeir sem hafa keppt í Gullmótaröð ÍFS geta ekki keppt á Silfurmótunum.

Við hvetjum alla til að taka þátt um helgina en boðið er upp á 6 keppnisflokka þannig að allir ættu að finna flokk við sitt hæfi og sína getu. Keppt verður á Háskólavellinum sem er frábær völlur í miðæ Akureyrar.

Skráning fer fram á eftirfarandi slóð: https://discgolfmetrix.com/2274003 en einnig er hægt að senda póst á petur@wise.is