Frisbígolf er fyrir alla

Nú þegar sumarið er komið má sjá fljúgandi diska á öllum frisbígolfvöllum landsins og greinilegt að vinsældir sportsins aukast með hverju ári. Ástæður eru margar en fyrir utan hversu gaman það er að kasta frisbídiskum þá er folfið einstaklega þægilegt fyrir alla aldurshópa, bíður upp á skemmtilega samveru með vinum og er holl og góð hreyfing.
Við hvetjum alla sem ekki hafa prófað til að taka hring á einhverjum af þeim 80 völlum sem komnir eru víðsvegar um landið hvort sem þið viljið spila á opnum þægilegum brautum, hafa vatn til að kasta yfir eða reyna á miðið á þröngum fallegum skógarvöllum.

Gleðilegt kastsumar!