
Þó að flestir sem stunda frisbígolf geri það sér til gamans og taki hring með skemmtilegum vinum þá vita ekki allir að keppnishluti íþróttarinnar er mjög öflugur. Hér á landi eru haldin yfir 100 frisbígolfmót á hverju ári og þessi mót eru öllu fólki opin. Hægt er að sjá næstu mót undir flipanum Viðburðir á forsíðu folf.is
Það getur stundum virkað flókið að taka þátt og skrá sig en mótshaldarar eru alltaf spenntir fyrir því að fá nýja keppendur sem eru óreyndir og vilja leggja sig fram um að svara spurningum og aðstoða. Sendið endilega spurningar á þá og fáið svör og aðstoð.
Keppnisflokkar í frisbígolfi eru fjölmargir því við viljum að sem flestir hafi tækifæri á að keppa og finna sinn flokk. Þessir flokkar hafa allir skammstafanir en við höfum íslenskað nöfnin til að skýra þá betur. Hér eru helstu flokkarnir:
Opinn meistaraflokkur – MPO
Meistaraflokkur kvenna – FPO
Stórmeistaraflokkur 40+ – MP40
Almennur stórmeistaraflokkur 40+ – MA40
Stórmeistaraflokkur kvenna 40+ – FP40
Almennur stórmeistaraflokkur kvenna 40+ – FA40
Stórmeistaraflokkur 50+ – MP50
Almennur stórmeistaraflokkur 50+ – MA50
Stórmeistaraflokkur kvenna 50+ – FP50
Almennur stórmeistaraflokkur 60+ – MA60
Almennur stórmeistaraflokkur kvenna 60+ – MA60
Almennur stórmeistaraflokkur kvenna 50+ – FA50
Almennur flokkur 1 – MA1
Almennur flokkur kvenna 1 – FA1
Almennur flokkur 2 – MA2
Almennur flokkur kvenna 2 – FA2
Almennur flokkur 3 – MA3
Almennur flokkur kvenna 3 – FA3
Ungmennaflokkur 18 ára og yngri – MJ18
Ungmennaflokkur kvenna 18 ára og yngri – MJ18
Barnaflokkur 15 ára og yngri – MJ15
Barnaflokkur stúlkur 15 ára og yngri – MJ15
Barnaflokkur 12 ára og yngri – MJ12
Barnaflokkur stúlkur 12 ára og yngri – MJ12