Allir geta spilað

Krökkum finnst gaman að henda hlutum og þau eru fljót að ná tökum á að henda frisbídiskum. Farið endilega með þau út á völl og leyfið þeim að kasta, gott ráð er að stytta brautirnar um helming þannig að þau hafi gaman að þessu með hinum. Einnig eru léttari vellirnir skemmtilegri þannig að upplifun þeirra sé jákvæð.