Paul McBeth tekjuhæstur

Í frisbígolfi eru margir af bestu keppendunum atvinnumenn í sportinu en þeir afla sér tekna með verðlaunafé sem veitt er á stærri mótum auk þess að fá tekjur af námskeiðahaldi og frá auglýsendum. Þúsundir spilara hafa þannig ágætistekjur af þessu og eftir síðasta frisbígolfmót er fjórfaldur heimsmeistari í sportinu orðinn sá tekjuhæsti frá upphafi en samtals hefur hann unnið sér inn 432.908 dollara eða tæpar 52 milljónir íslenskra króna.